fimmtudagur, maí 04, 2006

nei"! nú fer ég yfir um!!
hvað varð um metnaðinn minn? ?
af hverju er mér sama um allt?!
af hverju læri ég aldreialdreiALDREI fyrir próf!
af hverju geri ég aldrei neitt praktízkt eða í minnsta lagi sniðugt?!
Rola! Bjálfi!!*

Í staðinn sit ég heima, hnuggin yfir bjánagangi tilverunnar og geri mér svo annað slagið grein fyrir hve bölvanlega vegavillt ég er í lífinu. Oftlega á tímum akademízkra prófana.
böl
og já. stúdentspróf í efnafræði sem ég þarf að fá 8-9 í, nei. nei.
Freyja situr inní herberginu sínu að spila fúgu,
fúgu sem hefur tekið hana allan daginn að læra af því að hún er svo hLandléleg í að lesa nótur!

og þó þessi bloggfærsla megi kunni að hljóma vælulega,
þá er ég langt frá því að vera vælandi.

ég finn ekki eina einustu frumu í líkamanum mínum sem EKKI er á lók um prófanir, popjúleritý og restina sem fylgir þessum akademízka þvættingi.
og af hveerju?- af því að ég er lúser. Þar að auki ekki mjög snjall lúser þar sem ég tala opinskátt um roluhátt minn á opinberri síðu. ,,Bý mér til orðspor sem rola". (oh, sir. I´ve personally learned of this person´s slowpoke mood, do NOT trust her!)

sorrí. ég bara meika ekki lengur metnaðarfullu hugmyndirnar sem ég hafði um lífið fyrir 5 árum.

ykkar: týnda Freyja

!! THVÍ MAÐUR ÞÉNAR EFLAUST MEIRA Á ÞVÍ AÐ VERA KLÁMMYNDALEIKSTJÓRI EN EFNAFRÆÐIKENNARI !!(´_´)

6 Ummæli:

Blogger Eva sagði...

Ég spyr sjálfan mig sömu spurninngar... metnaður og allt það dæmi hefur einfaldlega bara horfið.... púff, and it´s gone.

En þarna, ekki veistu algjörlega út á hvað ,,Min ven Thomas" gengur út á?

2:39 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

(Var Thomas ekki með eyðni...man það ekki alveg...gúglaðu bara.) En ég held að þú þurfir ekkert að hafa áhyggjur af þessu metnaðarleysi, þetta lagast þegar þú finnur eitthvað til að hafa metnað fyrir....kannski færðu rosa metnað fyrir klámmyndaleikstjórn! Svo er það bara lýgi að maður þurfi að gera allt merkilegt í lífinu áður en maður verður 30 ára! Snilldin tekur tíma!

6:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

jebb snilldin tekur tíma, góðir hlutir gerast hægt, hamingjan er ekki vegurinn til einhvers heldur vegurinn sjálvur.

5:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

það má náttúrulega gera svona efnafræðiklámmynd sem yrði megahitt.

5:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Flókajónir hafa mér alltaf þótt eilítið eggjandi.

7:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

kenndu mér rússnesku elsku elsku flóki....

3:23 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim