föstudagur, júlí 22, 2005


Ef örlögin ætla mér ekki að læra Kosmologíju og Sjarneðlisfræði í Rússlandi þá gerist ég ráfandi og einama ljósmyndari sem sérhæfir sig í dýrakynlífi, mennskri nekt og portrettum af gömlum rússum.

Að mínu mati er skjaldbökukynlíf afar heillandi. Það er reyndar erfitt að trúa því en skjaldbökukallinn gerist svo agressívur að kellingin er oft með blæðandir sár eftir á enda beitir hann klóm sínum og bítur hana í hálsinn before og á meðan hann stingur reði sínum undir skel hennar. Svo þegar skjaldbökumamma hefur hugsað sér að gerast ófrísk safnar hún saman sæðum margra skjaldbökukalla svo að þegar hún verpir/gýtur út eggunum eru þar ungar sem ekki eiga sameiginlegan föður.

Annars er aðdáun mín á skjaldbökum og getnaði þeirra einungis fótógrafísk.